Rafrænt fjölskyldunámskeið Mimi Saga samanstendur af rafrænni kennslu í táknum með tali eða TMT, tjáskiptaaðferð sem upphaflega var þróuð fyrir börn með málþroskaröskun. Í námskeiðinu tökum við tillit til daglegra áskorana sem foreldrar og aðstandendur standa frammi fyrir og aðstoðum þau í að þróa þau verkfæri sem hjálpa börnum að dafna.


Málörvun með Mimi

  • Rafrænt námskeið sem hægt er að taka á eigin hraða á eigin tíma.
  • Farið í grunnatriði tákn með tali aðferðafræðinnar.
  • Kennslumyndbönd þar sem orð yfir grunnþarfir eru tekin fyrir, eins og mamma, heim, sybbin, drekka.
  • Tillögur að því hvernig hægt sé að innleiða góða tækni við málörvun í daglegu lífi.
  • Í lok námskeiðsins er hvatt til léttrar verkefnavinnu til að auðvelda aðstandendum að tileinka sér táknin á auðveldan og skemmtilegan máta.



Tákn með tali er verkfæri fyrir foreldra og umönnunaraðila sem eflir samskiptahæfni hjá ungum börnum og börnum með málörðugleika. Við teljum að snemmbúin samskipti milli foreldris og barns leggi grunninn að hraðara námi, dragi úr gremju og stuðli að nánara sambandi milli umönnunaraðilans og barnsins.


Opið fyrir skráningar!

Mimi Saga

Mimi bækurnar komu fyrst út árið 2013 þegar Hanna Kristín stóð frammi fyrir að yngri sonur hennar glímdi við sértæka málhömlun. Hanna Kristín sökkti sér í lestur fræðigreina um málhamlanir og tileinkaði sér aðferð sem kallast tákn með tali (TMT), sem er tjáskiptaaðferð sem var upphaflega þróuð fyrir börn með málþroskaröskun. Í kjölfar útgáfu fyrstu Mimi bókanna fór Hanna Kristín í nám í málvísindum og þroskasálfræði barna við Stanford háskóla í Bandaríkjunum sem hún nýtti til að þróa aðferðina frekar.

Við erum Mimi teymið

Benedikt Bjarni Melsted er nemandi í 5. bekk í grunnskóla og byrjaði að taka námskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík á leikskólaaldri. Myndasöguteikningar og persónusköpun hefur verið helsta áhugasvið Benedikts í nokkur ár. Hann hefur skrifað og teiknað þó nokkurn fjölda myndasagna, sem þykja mjög fyndnar og fjalla oftar en ekki um ofurhetjur, og heldur úti rás á YouTube undir nafninu KB ART.

Mikael Björn Melsted er nemandi í 3. bekk í grunnskóla. Upphafleg persóna Mimi byggir á honum þar sem nafn persónunnar er dregið af nafni Mikaels : Mi + Mi. Líkt og bróðir sinn hefur Mikael mjög gaman af því að teikna en er þó meira í því að lita teikningar bróður síns.

Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir bættist við í teymið okkar á þessu ári. Hún er sálfræðinemi við Háskóla Íslands, sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum og starfar nú við umönnun aldraðra. Jóhanna hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hefur síðan þá unnið í hinum ýmsu markaðs- og þjónustustörfum, s.s. hjá Hlín Reykdal og iglo+indi.


Hanna Kristín Skaftadóttir hóf að þróa Mimi verkefnið árið 2012 þegar sonur hennar greindist með sértæka málhömlun, en hún starfaði á endurskoðunarskrifstofu á þeim tíma. Hún er með Msc. gráðu í endurskoðun og reikningshaldi og Bsc. gráðu í viðskiptafræði og stundar núna doktorsnám í atferlisfræðum fjármála (e. behavioral finance).

Þórunn Jónsdóttir er með Bsc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur komið að stofnun og rekstri fjölda nýsköpunarfyrirtækja, þar á meðal Fafu, sem hannar leikbúninga út frá hugmyndum um opinn efnivið, tæknimenntunarfyrirtækisins Skema og ráðgjafafyrirtækisins Poppins & Partners. Þórunn er móðir fjöltyngds unglings og tvítyngds smábarns, en hún gekk til liðs við Mimi Saga sem verkefnastjóri vorið 2019.